Um KMÍ
Á döfinni

8.6.2018

Vetrarbræður hlýtur verðlaun í Úkraínu og Rúmeníu

Vetrarbræður, hin dansk/íslenska kvikmynd Hlyns Pálmasonar, vann nýverið til tvennra verðlauna. Hún var valin besta kvikmyndin á Molodist  - alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu og Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Transilvaníu kvikmyndahátíðinni í Cluj-Napoca í Rúmeníu.

Vetrarbræður hefur nú unnið til 18 alþjóðlegra verðlauna síðan hún var heimsfrumsýnd á hinni virtu Locarno kvikmyndahátíð í Sviss í ágúst síðastliðnum, þar sem fjögur verðlaunanna unnust.

Myndin hefur einnig unnið til níu Robert verðlauna og tvennra Bodil verðlauna í Danmörku. Auk þess vann Hlynur Pálmason til Dreyer verðlaunanna .

Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og þeirra venjum og við verðum vitni að því er ofbeldisfullar deilur brjótast út milli bræðranna og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum.

Næst á dagskrá hjá Hlyni er áframhaldandi þróun sinnar næstu kvikmyndar, Hvítur, hvítur dagur, sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á þessu ári.

Hvítur, hvítur dagur vann ARTE verðlaunin á CineMart, samframleiðslumarkaði hinnar virtu Rotterdam kvikmyndahátíðar, var valin í Nordic Distribution Boost vinnustofuna á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og tók einnig þátt í samframleiðslumarkaði hinnar virtu Berlinale kvikmyndahátíðar í Berlín, þar sem hún var eitt af einungis tveimur verkefnum sem voru valin í svokallaða Rotterdam-Berlinale Express