Um KMÍ
Á döfinni

20.3.2018

Vetrarbræður verðlaunuð á Bodil verðlaununum

Hin dansk/íslenska kvikmyndVetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, hlaut verðlaun fyrir bestu mynd ársins auk þess sem kvikmyndataka Maria Von Hausswolf hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku fyrir Vetrarbræður á Bodil verðlaununum. Samtök kvikmyndagagnrýnenda í Danmörku veita verðlaunin og fór afhending fram í Kaupmannahöfn 17. mars.

Vetrarbræður hefur verið sigursæl á dönskum og alþjóðlegum kvikmyndaverðlaunum en myndin hlaut 9 verðlaun á dönsku Roberts verðlaununum í byrjun febrúar þar á meðal fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmynd. 

Eins hefur myndin hefur fengið frábærar viðtökur danskra gagnrýnenda og var m.a. valin besta danska mynd ársins hjá kvikmyndatímaritinu Ekko og var í öðru sæti yfir bestu myndir ársins hjá Politiken dagblaðinu.

Næsta verkefni Hlyns, Hvítur, hvítur dagur, er áætlað er að fari í tökur í ágúst á þessu ári. Verkefnið vann til ARTE verðlaunanna á CineMart, samframleiðslumarkaði hinnar virtu Rotterdam kvikmyndahátíðar.

Hvítur, hvítur dagur tók einnig þátt í samframleiðslumarkaði hinnar virtu Berlinale kvikmyndahátíðar í Berlín, þar sem hún var eitt af einungis tveimur verkefnum sem voru valin í svokallaða Rotterdam-Berlinale Express.