Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur valin til þátttöku í Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary
Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur úr National Film School of Denmark, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Furture Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.
Future Frames, sem haldið er af Europe Film Promotion EFP, er er vettvangur til að kynna nýjar kvikmyndir frá ungum og efnilegum leikstjórum sem eru nýútskrifaðir úr kvikmyndaskólum í Evrópu. Alls eru 10 leikstjórar valdir til þátttöku og er því um gífurlega mikinn heiður að ræða fyrir Elsu.
Karlovy Vary kvikmyndahátíðin er með elstu kvikmyndahátíðum í heimi og ein sú stærsta sinnar tegundar í Mið- og Austur- Evrópu.
Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow er styrkt af Creative Europe - Media áætlun Evrópusambandsins.