Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

2.10.2020

Tillaga um að fjárheimildir til KMÍ hækki á árinu 2021

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 hefur verið lagt fram á Alþingi og í fylgiriti með frumvarpinu má sjá hvaða tillaga er gerð til fjárveitinga til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á árinu 2021.

Samkvæmt frumvarpinu munu fjárheimildir til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á árinu 2021 nema 206,5 milljónum króna. Fjárheimildir skv. fjárlögum á árinu 2020 námu 109,9 m.kr. svo þarna er um að ræða 88% hækkun gangi þetta eftir.

Fjárheimildir til Kvikmyndasjóðs, sem veitir styrki til kvikmyndagerðar, nema 1.499,6 milljónum króna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár en voru 1.109,8 m.kr. á fjárlögum ársins 2020. Mun því hækka um 390 m.kr. milli ára eða 35%. 

Breytingar í fjárheimildum milli ára endurspegla innleiðingu nýrrar kvikmyndastefnu sem unnið hefur verið að á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins undanfarin misseri. Hún mun verða lögð fram á næstunni, sjá nánar frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.