Um KMÍ
Á döfinni

9.1.2018

Sigurrós Hilmarsdóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands

Sigurrós Hilmarsdóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands frá og með næstu mánaðamótum. Starfið var auglýst laust til umsóknar í nóvember s.l. og var hún valin úr hópi 56 umsækjenda. 

Sigurrós er með B.A próf í hagfræði og M.Sc. í fjármálahagfræði. Meistaraverkefni Sigurrósar fjallaði um  kvikmyndaframleiðslu á Norðurlöndum. Hún hefur áður starfað hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands á árunum 2007-2012 sem framleiðslu- og fjármálastjóri og þar áður sem rekstrarstjóri Iðnaðarráðuneytisins þar sem hún sat m.a. í endurgreiðslunefnd vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á árunum 2005 - 2012, fyrst fyrir hönd Iðnaðarráðuneytis og síðar fyrir hönd Kvikmyndamiðstöðvar.

Sigurrós tekur við starfi Þórs Tjörva Þórssonar sem hefur starfað hjá Kvikmyndamiðstöð undanfarin 9 ár og þar af sem framleiðslustjóri síðustu þrjú ár. Kvikmyndamiðstöð þakkar Tjörva fyrir mjög gott samstarf og býður jafnframt Sigurrós velkomna.