Hryllingsmynd Þórðar Pálssonar fær góð viðbrögð á Tribeca
Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, The Damned með Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum, vekur sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Gagnrýnandi Elements of Madness segir The Damned vera allt í senn ein fallegasta og ógnvekjandi mynd sem hann hefur séð í langan tíma, og einn af gimsteinum ársins á hátíðinni. Gagnrýnandi The Collider segir að erfitt verði að hrista myndina af sér, hún skeri áhorfandan inn að beini og hrósar bæði leikstjóranum og Eli Arenson kvikmyndatökumanni.
The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á 19 öld á Vestfjörðum og fylgir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna.