Um KMÍ
Á döfinni

10.1.2020

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður tilnefnd til Guldbaggen verðlaunanna

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur verið tilnefnd til Guldbaggen verðlauna sænsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búninga ársins í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.

Myndin Eld & lågor er einnig tilnefnd fyrir bestu kvikmyndatöku ársins, bestu förðun/gervi ársins, tónlist ársins, leikmynd ársins og brellur ársins.  

Margrét er vel þekkt í kvikmyndaheiminum en hún hefur m.a. unnið til nokkurra Edduverðlauna fyrir búninga ársins eins og í kvikmyndunum Hrútar, Vonarstræti og Á annan veg. 

Nánari upplýsingar um Guldbaggen verðlaunin má finna hér.