Um KMÍ
Á döfinni

24.1.2019

Lof mér að falla vinnur til verðlauna á Ramdam kvikmyndahátíðinni

Kvikmyndin Lof mér að falla eftir Baldvin Z vann til verðlauna á Ramdam kvikmyndahátíðinni í Belgíu sem lauk 22. janúar síðastliðinn. Verðlaunin bera heitið „Most disturbing feature film“ og eru aðalverðlaun hátíðarinnar.

Lof mér að falla var frumsýnd alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðasta haust og fjallar um hina 15 ára Magneu sem kynnist 18 ára Stellu, en þá breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Nánari upplýsingar um Ramdam hátíðina má finna á heimasíðu þeirra.