Um KMÍ
Á döfinni

22.1.2019

Kona fer í stríð vinnur til verðlauna í Tromsø

Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, vann til áhorfendaverðlaunanna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðini í Tromsø í Noregi. Hátíðinni lauk 20. janúar síðastliðinn.

Nýverið var Davíð Þór Jónsson tilnefndur til norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Kona fer í stríð. Verðlaunin kallast Hörpuverðlaunin og verða afhent í Berlín 12. febrúar.

Kona fer í stríð vann til LUX verðlaunanna Evrópuþingsins og Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur unnið fjöldan allan af alþjóðlegum verðlaunum síðan hún var heimsfrumsýnd á Critics‘ Week 2018, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún hlaut fjögur verðlaun. 

Þá tilkynnti Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster að hún muni koma til með að leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkið í enskri útgáfu á kvikmyndinni þar sem Foster mun túlka hlutverk Höllu,  sem leikin er af Halldóru Geirharðsdóttur.

Með sölu og dreifingu erlendis fer sölufyrirtækið Beta Cinema (thorsten.ritter@betacinema.com).