Um KMÍ
Á döfinni

29.6.2017

Sex íslenskar kvikmyndir valdar til þátttöku á Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu slíkar myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn. Hátíðin fer fram dagana 21. - 26. september í Malmö, Svíþjóð.

Veitt eru verðlaun fyrir bestu heimildamyndina, stuttmyndina og björtustu vonina (Best New Nordic Voice), auk áhorfendaverðlauna. Hliðarkeppni af stutt- og heimildamyndakeppnunum er svo Young Nordics þar sem keppa myndir sem sérstaklega ætlaðar börnum. 

Í ár hafa sex íslenskar kvikmyndir verið valdar til þátttöku. 
Heimildamyndin Out of Thin Air  sem er leikstýrt af Dylan Howitt og er íslensk/bresk samframleiðsla var valin til þátttöku á Nordic Docs. 

Stuttmyndirnar Frelsun, eftir Þóru Hilmarsdóttur sem er íslensk/sænsk samframleiðsla, og Skuggsjá eftir Magnús Ingvar Bjarnason voru valdar til þátttöku á Nordic Shorts. 

Stuttmyndin Fantasy on Sarabanda eftir Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur var valin til þátttöku í New Nordic Voices.

Loks voru myndirnar Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Engir draugar eftir Ragnar Snorrason valdar til þátttöku á Young Nordics.

 

Nordisk Panorama markaðurinn

Heimildamyndin Höfundur óþekktur eftir Dögg Mósesdóttur verður kynnt áhugasömum kaupendum á Nordisk Panorama markaðnum.

Nordisk Forum

The Farmer and the Factory eftir Barða Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson, framleidd af Krumma Films, verður kynnt á Nordisk Forum. Swimming Pools eftir Jón Karl Helgason, framleidd af JKH-kvikmyndagerð er hluti af Wildcard Iceland á Nordisk Forum og verður kynnt þar. Einnig verður The Rook eftir Mána Hrafnsson, framleidd af Sagafilm, hluti af Nordisk Forum sem Observer+.

 

Nordisk Panorama hátíðin nýtur meðal annars stuðnings kvikmyndamiðstöðva allra Norðurlandanna, Norðurlandaráðs og Creative Europe áætlunar ESB.