Handritsstyrkir úr Kvikmyndasjóði hækkaðir
Frá og með 1. maí nk. munu viðmiðunarfjárhæðir handritsstyrkja úr kvikmyndasjóði hækka. Hækkunin er m.a. hugsuð til að fylgja verðlagsþróun, en handritsstyrkir hækkuðu síðast fyrir þremur árum.
Fjárhæð fyrsta hluta handritsstyrks verður óbreytt eða 500 þúsund krónur. Annar hluti handritsstyrks hækkar úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur í tilviki leikinna kvikmynda, og þriðji hlutinn úr einni milljón króna í 1,2 milljónir króna. Þess ber þó að geta að fjárhæðir annars og þriðja hluta er víxlað í tilviki handritsstyrkja vegna leikins sjónvarpsefnis.
Heildarhækkun handritsstyrkja fyrir verkefni sem fá alla þrjá styrkina er því frá 2,3 milljónum króna í 2,6 milljónir, sem er hækkun um 13%.
Sem fyrr segir mun breytingin taka gildi frá 1. maí og gilda um alla úthlutunarsaminga sem gerðir verða eftir þann tíma.