Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

3.1.2019

Fjárlög ársins 2019 hafa verið samþykkt á Alþingi

Fjárlög ársins 2019 hafa verið samþykkt á Alþingi.

Fjárlög tiltaka að fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) muni nema 1.219.000 kr. á árinu 2019, sem skiptast á milli rekstrarliðar KMÍ og framlags til Kvikmyndasjóðs.

Framlag til Kvikmyndasjóðs á árinu 2019 nemur 1.074,8 m. kr. og hækkar um 80,1 m. kr. frá fyrra ári.

Framlög til Kvikmyndajóðs hafa síðust ár fylgt samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð 2016 til 2019, sem samþykkt var af fulltrúum atvinnugreinasamtaka kvikmyndgerðarmanna og tveimur ráðherrum.

Samkomulagið tiltekur að milli áranna 2018 og 2019 skuli framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs hækka um 90 milljónir króna. Í texta fjárlagafrumvarps er tiltekið að fjárheimild málaflokksins sé aukin um 90 m.kr. til samræmis við samning.

Skýringin á því að sjóðurinn hækkar aðeins um 80,1 m.kr. er sú að til viðbótar er gerð aðhaldskrafa upp á 9,9 m.kr. á sjóðinn sem þýðir að tilgreind aukning fjárheimilda rennur ekki óskipt til sjóðsins, heldur fer hluti hennar til að mæta aðhaldskröfu um samdrátt í ríkisútgjöldum.