Um KMÍ
Á döfinni
  • Creative-europe-for-web

22.1.2016

Creative Europe MEDIA auglýsir eftir þátttöku á MIPTV 2016

Creative Europe MEDIA (áður MEDIA áætlunin) auglýsir eftir þátttöku á MIPTV. MIPTV er markaður sem fer fram dagana 4. – 7. apríl næstkomandi og er sérstaklega hentugur fyrir framleiðendur með sjónvarpsefni í þróun. Umsóknarfrestur rennur út 2. mars.

Sjálfstæðir fagaðilar frá Evrópu fá afslátt af þátttökugjaldi, en í þátttökugjaldi er innifalin full markaðsfaggilding (e. market accreditation), úthlutun bása og sérstök þjónusta við básana, þar á meðal vinnustofur, fundir með kaupendum, sýningarsalir, bar, nettenging og margt fleira.

Nánari upplýsingar um markaðinn og hvernig skuli sækja um þátttöku má nálgast á heimasíðu Media Stands.