Umsóknir

Umsóknir í Kvikmyndasjóð

Kvikmyndasjóður 

Kvikmyndasjóður veitir styrki til

  • Handritsgerðar
  • Þróunar verkefna
  • Framleiðslu íslenskra kvikmynda
  • Kynningar á íslenskum kvikmyndum

Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.

Sótt er um styrki í umsóknargátt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Styrkir skiptast í fjóra meginflokka: 

Allar upplýsingar um fyrirkomulag styrkja er að finna í  reglugerð um Kvikmyndasjóð (einnig hægt að nálgast Word skjal) og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana.

Styrkir úr Kvikmyndasjóði og framlög frá Kvikmyndamiðstöð ásamt endurgreiðslum frá menningar- og viðskiptaráðuneyti mega ekki fara samtals yfir 85% af áætluðum heildarkostnaði.

Endurgreiðslukerfi

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á 25% endurgreiðslum af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi, eða 35% að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Hægt er að kynna sér endurgreiðslukerfið hér.

Sjálfbærnimarkmið

Kvikmyndamiðstöð hefur það markmið að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu íslenskra kvikmynda. Til að vinna að því markmiði er nú gerð sú krafa að umsóknum um framleiðslustyrki skuli fylgja yfirlýsing um sjálfbærnimarkmiði og -stefnu framleiðslunnar.

Kvikmyndamiðstöð vill stuðla að því að starfsumhverfi kvikmyndagerðar verði í senn faglegt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt. Með umsókn um framleiðslustyrk er þess krafist að þau áform sem framleiðslufyrirtæki ætlar að viðhafa til að stuðla að bættu starfsumhverfi framleiðslunnar séu tiltekin í yfirlýsingu um starfsumhverfi framleiðslunnar.

Lagt er til að skila yfirlýsingu á formi sem kvikmyndamiðstöð leggur til en heimilt er að leggja fram yfirlýsingu á öðru formi, t.d. ef fyrir liggur ítarlegri skýrsla um efnið hjá framleiðanda

Ójafnvægi í hlut kynja

Í ljósi þess að á síðastliðnum árum hefur hlutfall kvenkyns umsækjenda verið töluvert lægra en hlutfall karlkyns umsækjenda hvetur KMÍ konur til að sækja í auknum mæli um styrki úr Kvikmyndasjóði.

Við mat á umsóknum lítur Kvikmyndasjóður til þess hvort styrkurinn stuðli að jöfnun á stöðu kvenna og karla í kvikmyndagerð.

Bæði kvenkyns og karlkyns umsækjendur eru ennfremur hvattir til að huga að jafnvægi milli kynja þegar skipað er í listrænar lykilstöður einstakra mynda og gæta þess að reynsluheimi bæði kvenna og karla séu gerð skil í þeim.

Bechdel prófið er hentugt vinnutæki til að glöggva sig á hlut kynja í einstaka verkefnum, en þar er lögð áhersla á þrjá þætti:

1. Að í myndinni séu a.m.k. tvær kvenpersónur með nafni 
2. Að þær eigi samtal
3. Um eitthvað annað en karlmenn.

Rafrænar umsóknir í kvikmyndasjóð

Leiðbeiningar - einnig hægt að nálgast pdf skjal hér.

Heiti skjala:

01-handrit-[nafn verkefnis]
01-greinargerð handritshöfundar-[nafn verkefnis]
01-sena-[nafn verkefnis]
02-rétthafaefni-[aðili]-[nafn verkefnis]
03-greinargerd- leikstjóra-[nafn verkefnis]
04-greinargerd-framleidanda-[nafn verkefnis]
05-greinargerd-[nafn verkefnis]
06-samframleiðslusamningar-[nafn verkefnis]
07-þátttaka-[nafn verkefnis]
08-ferilskrár-[nafn verkefnis]
09-fyrirtæki-[nafn verkefnis]
10-kostnaðaráætlun-[nafn verkefnis]
11-fjármögnunaráætlun-[nafn verkefnis]
12-fjárstreymisáætlun-[nafn verkefnis]
13-tekjuskipting-[nafn verkefnis]
14-staðfesting-[aðili-nafn verkefnis]
15-vilyrði-sýningar-[aðili-nafn verkefnis]
16-markaðsáætlun-[nafn verkefnis]
17-aðrar-upplýsingar-[nafn verkefnis]

Sé um fleiri en einn aðila að ræða skal nafn hvers um sig koma fram í heiti fylgiskjalsins.

1. Almennt um umsóknina

Upplýsingar um verk og helstu aðstandendur auk greinargerðar um önnur verkefni sem umsækjandi hefur hlotið styrki fyrir og eru enn í vinnslu eða uppgjöri fyrir hefur ekki verið skilað.

2. Um verkefnið

Hér þarf að gera grein fyrir öðrum mögulegum umsóknum í sjóðinn vegna verkefnisins. Jafnframt þurfa hér að koma fram helstu upplýsingar um verkefnið sem og framkvæmdaáætlun þess.

Gögn:

  • Samningur við alla rétthafa og höfunda verksins.
  • Grunnhugmynd í einni til tveimur setningum á íslensku og ensku.
  • Greinargerð leikstjóra og framleiðanda. Sé um fleiri en einn leikstjóra/framleiðanda að ræða skal nafn hvers um sig koma fram í heiti fylgiskjalsins séu greinargerðirnar ekki til í einu skjali.
  • Einnig er hægt að bæta við sjónrænu efni og/eða fyrirliggjandi kynningarefni og greinargerðum eftir því sem við á. Gott er að slóðir á fyrri verk umsækjanda fylgi hér með séu þau ekki aðgengileg á kvikmyndavefnum.

Handritsumsóknir – leikið efni

  •  Söguþráður (logline) verksins í einni til tveimur setningum.
  • Handrit/útdráttur (sjá nánar hér á eftir).
  • Greinargerð handritshöfundar um verkið og frekari þróun þess.
  • Skila þarf a.m.k. þremur fullskrifuðum senum með samtölum þegar sótt er um I. hluta handritsstyrks og þremur senum þegar sótt er um II. hluta.

Leiknar kvikmyndir í fullri lengd

  • I. hluti – Söguþráður (synopsis), 4–6 bls.
  • II. hluti – Ítarlegur söguþráður (treatment), 10–15 bls.
  • III. hluti – Uppkast að handriti í fullri lengd, á þessu stigi er æskilegt að framleiðslufyrirtæki komi að verkefninu.

Sjónvarpsþættir

  • I. hluti – Söguþráður (synopsis) fyrir fyrsta þátt, 4–6 bls. Stuttur útdráttur (short synopsis) að hámarki 1 bls. fyrir hvern þátt annan.
  • II. hluti – Ítarlegur söguþráður (treatment) fyrir fyrsta þátt, u.þ.b. 10 bls. Söguþráður (synopsis) fyrir hvern þátt annan.
  • III. hluti – Handrit að fyrsta þætti. Ítarlegur söguþráður (treatment) fyrir hvern þátt annan, á þessu stigi er æskilegt að framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöð komi að verkinu. 

Handrit og þróun – heimildamyndir

Handritsstyrkir: Útdráttur eða fyrirhuguð efnistök, 2–4 bls. þar sem fram kemur heildarsýn og söguþráður. Greinargerð höfundar um verkefnið. Farið er fram á
stutta en nákvæma lýsingu á fyrirhugaðri myndrænni uppbyggingu myndarinnar og upplýsingar um hvernig styrkurinn mun nýtast við þróun verkefnisins.
Þróunarstyrkir: Greinargerð leikstjóra, sýn og markmið. Lýsing á myndrænni uppbyggingu verksins og ef til vill sýnishorn af myndefni. Grunnhugmynd í einni til tveimur setningum (logline). Efni myndarinnar í stuttu máli (short synopsis) sem og upplýsingar um í hvað nýta skal styrkinn.

Framleiðslustyrkir

Með framleiðslustyrkjaumsóknum allra flokka þarf allt sem nefnt er hér að framan að fylgja umsókn og fullbúið handrit verkefnis.

3. Lykilhlutverk
Listi skal fylgja yfir aðstandendur og listræna lykilstarfsmenn sem og helstu leikara sem stefnt er á að fá til verksins. 

Upplýsingar um meðframleiðendur og fjármögnunaraðila eftir því sem við á sem og fyrirhugaða samframleiðslusamninga. Fyrirliggjandi samningar skulu fylgja með. Sé um fleiri en einn samning að ræða og þeir ekki til í einu skjali skal heiti hvers samframleiðslufyrirtækis koma fram í heiti fylgiskjalsins.

Einnig skulu fylgja staðfestingar á þátttöku lykilstarfsmanna, við umsókn getur það verið yfirlýsing um áhuga á þátttöku. 

Þegar sótt er um framleiðslustyrk þurfa að liggja fyrir samningsdrög (deal memo) við leikstjóra. Einnig þarf ferilskrár helstu aðstandenda og lykilstarfsmanna sem og framleiðslu- og samframleiðslufyrirtækja. Séu skjölin ekki til í einu lagi þá skal nafn hvers og eins aðila koma fram í heiti skjalsins. Ferilskrár einstaklinga skulu greina sérstaklega hvað viðkomandi hefur gert áður í kvikmyndagerð. Skólaverkefni eiga ekki heima á ferilskrá nema að verkefnin hafi ferðast töluvert.

4. Fjármál og áætlanir
Kostnaðaráætlun skal skila á formi KMÍ eða öðru alþjóðlega viðurkenndu formi. Þegar um handrits- eða þróunarstyrki er að ræða er nóg að skila einföldu formi þar sem fram kemur í hvað styrkveitingin er hugsuð. Þegar um minnihlutaframleiðslu hér á landi er að ræða þarf, auk heildarkostnaðaráætlunar verkefnisins, að fylgja með yfirlit yfir kostnað eftir löndum. 

Upplýsingar um fjármögnun þurfa að liggja fyrir ásamt fjárstreymisáætlun og áætlun um eigna- og tekjuskiptingu. Jafnframt þarf að veita upplýsingar um aðra styrki sem sótt hefur verið um eða fengist hafa til
verkefnisins. 

Þeim staðfestingum á fjármögnun sem liggja fyrir skal skila inn með umsókn. 

Leggja þarf markaðs- og kynningaráætlun fram með framleiðsluumsókn sem og vilyrði fyrir sýningum, slík vilyrði styrkja jafnframt umsóknir á fyrri stigum.

5. Kynjavægi
Upplýsa þarf um kyn lykilstarfsmanna og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér og fylla út Bechdel-prófið.

6. Staðfesting
Hér er unnt að skila inn öðrum gögnum sem umsækjandi telur að máli skipti Að lokum samþykkir umsækjandi að allar upplýsingar séu réttar og sendir inn umsókn.